Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tyrfingur Sigurðsson

(um 1745–27. maí 1841)

Skáld.

Foreldrar: Sigurður í Einholtum Þorvarðsson (í Krossholti) og kona hans Sigríður Sigurðardóttir sýslumanns í Mýrasýslu, Högnasonar. Eftir hann eru kvæði í Lbs.

Kona: Jófríður Pálsdóttir.

Börn þeirra: Einar, Úlfar (er í Múlaseli ókv. 34 ára 1801), Guðrún (25 ára 1801) átti Henrik Guðmundsson á Eyri í Svínadal á Hvalfjarðarströnd. Tyrfingur dó á sveit í Hjörsey, 96 ára (BB. Sýsl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.