Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tyrfingur Guðmundsson

(– –um 1620)

Stúdent.

Foreldrar: Síra Guðmundur Jónsson á Stað á Reykjanesi og kona hans Halldóra Guðmundsdóttir lögréttumanns að Hvoli í Saurbæ, 34 Jónssonar, Fór utan 1613, var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 8. okt. s.á., hefir orðið attestatus (vitnisburður háskólakennaranna 8. maí 1615 er enn til), kom til landsins 1618 með umboðsdómurunum Friðrik Friis og Jörgen Vind, fór aftur utan með þeim og skyldi fá prestakall í Danmörku, en andaðist áður en hann kæmist til embættisins, ókv. og bl. 1619 er hann andmælandi við dispútatíu, sem þá var pr. í Kh. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.