Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tyrfingur Finnsson

(um 1713–? )

Prestur,

Foreldrar: Finnur Þórðarson á Ökrum og kona hans Guðrún Högnadóttir í Straumfirði, Halldórssonar.

Tekinn í Skálholtsskóla 1728, stúdent 20. apr. 1735, fekk Stað í Súgandafirði 1737, vígðist 5. ág. s. á. Missti með prófastsdómi kjól og kall 1740, vegna afglapa í messugerð í drykkjuskap. Var vel gefinn maður og skáldmæltur (sjá Lbs.), góður handritaskrifari. Fær (raunar eftir sögusögn) lélegan vitnisburð í skýrslum Harboes. Er á lífi 1749, en látinn er hann fyrir 1762, varð úti bæja í milli.

Kona: Ingibjörg (f. um 1714, enn á lífi 1762) Bjarnadóttir á Seljalandi í Skutulsfirði, Eyjólfssonar.

Sonur þeirra: Þorsteinn býr 1762 með móður sinni að Hrauni í Skálavík (HÞ; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.