Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tumi Þorgrímsson

(16. öld)

Lögsagnari á Skíðastöðum.

Foreldrar: Þorgrímur Guðmundsson og kona hans Margrét Finnbogadóttir, Jónssonar (bróðir Tuma, sammæðra: Síra Finnbogi Tumason að Hofi).

Var lögréttumaður og um 1562 lögsagnari (eða jafnvel sýslumaður) í Hegranesþingi.

Kona: Sigríður Magnúsdóttir að Reykjum í Tungusveit, Björnssonar.

Börn þeirra: Oddur (faðir síra Gottskálks í Miðdal), Björn, Guðný átti síra Jón Gottskálksson í Hvammi í Laxárdal, Guðrún átti Jón Irm. á Hóli í Sæmundarhlíð Ólafsson (BB. Sýsl.)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.