Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tryggvi Þórhallsson

(9. febr. 1889–31. júlí 1935)

Prestur, stjórnmálamaður.

Foreldrar: Þórhallur byskup Bjarnarson og kona hans Valgerður Jónsdóttir hreppstjóra á Bjarnastöðum í Bárðardal, Halldórssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1902, stúdent 1908, með 1. einkunn (99 st.), var síðan 1 ár í háskóla í Kh. og lauk þar heimspekiprófi, gekk því næst í prestaskólann í Reykjavík og tók próf í guðfræði úr háskóla Íslands 19. júní 1912, með 1. einkunn (95 st.). Settur prestur að Hestþingum í júní 1913, vígðist 19. s.m., fekk veiting fyrir prestakallinu 16. sept. s. á.

Gegndi dócentsstörfum í guðfræði í háskóla Íslands veturinn 1916–17, lét af prestskap vorið 1917, ritstjóri „Tímans“ 1917–27, þm. Strand. 1923–32, formaður búnaðarfélags 33 Íslands 1925–35, forsætisráðherra 1927–32, aðalbankastjóri búnaðarbankans frá 1. júlí 1932 til æviloka. Str. af fálk. og hlaut mörg útlend heiðursmerki.

Greinir í Morgni, Nýju kirkjublaði, Óðni, Skinfaxa, Skírni.

Var vel ættfróður og sögufróður, og eru ritgerðir eftir hann í handriti þess efnis (Gizur Einarsson, Ættir Strandamanna).

Kona (16. sept. 1913): Anna Guðrún (f. 19. júní 1890) Klemensdóttir landritara, Jónssonar.

Börn þeirra: Klemens hagstofustjóri, Þórhallur bankamaður, Agnar stúdent, Björn stúdent, Valgerður skrifstofustjóri Þjóðleikhúss, Þorbjörg átti dr. phil. Ívar Daníelsson, Anna Guðrún (Óðinn XXXI; Kirkjurit 1935; Búnaðarrit 1936; Andvari, 64. árg.; BjM. Guðfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.