Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tryggvi Bjarnason

(19. júní 1869–13. júlí 1928)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Bjarni Helgason á Síðu í Vesturhópi og kona hans Helga Jónasdóttir að Hraunshöfða í Öxnadal, Sveinssonar. Próf úr Flensborgarskóla 1895. Bjó í Kothvammi 1896–1928. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Var 2. þm. Húnv. 1912–13.

Kona (25. júní 1896): Elísabet Eggertsdóttir í Helguhvammi, Helgasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Sigurósk átti Eggert Jónsson að Skarði á Vatnsnesi, Bjarni (Eggert Bjarni) verkamaður, Ólafur í Kothvammi, Helgi kennari í kennaraskólanum í Rv., Helga átti Þórð Jónsson á Lýtingsstöðum í Holtum, Auðbjörg átti Torfa smið Einarsson í Hafnarfirði (Alþingismannatal; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.