Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tryggvi (Kristján Tr.) Jóhannsson

(11. okt. 1917 – 22. maí 1947)

. Verkfræðingur. Foreldrar: Jóhann Franklín (d. 16. júlí 1952, 66 ára) Kristjánsson byggingameistari í Rv. og kona hans Mathilde Victoria (f. 15. dec. 1892) Gröndal, norsk að ætt. Stúdent í Rv. 1938 með 2. eink. (6,48). Vann í Landssmiðjunni í Rv. eitt ár eftir stúdentspróf, Stundaði nám í vélaverkfræði við verkfræðingaskólann í Þrándheimi í Noregi, lauk þar prófi 1944; kom heim 1945. Réðst þá til hitaveitu og rafmagnsveitu Rv.

Starfaði einkum að undirbúningi eimtúrbínustöðvar við Elliðaár; var vestan hafs þeirra erinda í 4 mánuði. Ráðinn vorið 1947 framkv.stjóri vélsmiðjunnar Odda á Akureyri. Fórst í flugslysi í Héðinsfirði, ásamt konu sinni og barni, er hann var á norðurleið til þess að taka við starfi þar. Kona: Erna (f. 19. jan. 1918), norsk að ætt, frá Þrándheimi. Sonur þeirra: Gunnar (Skýrslur; Tímarit Verkfræðingafél. Íslands 1947).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.