Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tryggvi (Guttormur) Kvaran

(31. maí 1892–5. ág. 1940)

Prestur.

Foreldrar: Síra Hjörleifur Einarsson að Undornfelli og s.k. hans Björg Einarsdóttir. Tekinn í menntaskóla Rv. 1906, stúdent 1913 (54 st.), tók guðfræðapróf í Háskóla Íslands 1918, með 1. einkunn (108% st.). Vígðist 2. júní 1918 aðstoðarprestur síra Sigfúsar Jónssonar að Mælifelli, fekk prestakallið 3. júlí 1919 og hélt til æviloka. Var Glaumbæ við aukið í fardögum 1938. Greinir eftir hann birtust í Eimreið, Kirkjuriti, Morgni og Óðni.

Var hagmæltur.

Kona (29. júlí 1919): Anna (f. 1890, d. 1944) Grímsdóttir í Kirkjubæ á Rangárvöllum, Thorarensens. Dætur þeirra: Hjördís Björg, Jónína Guðrún (BjM. Guðfr.; Kirkjurit 1940; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.