Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tryggvi (Gunnlaugur Tr.) Gunnarsson

(18. okt. 1835–21. okt. 1917)

Bankastjóri.

Foreldrar: Síra Gunnar Gunnarsson að Laufási og kona hans Jóhanna Kristjana Gunnlaugsdóttir sýslumanns Briems. Nam trésmíðar. Bjó á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal 1859–73. Varð kaupstjóri Gránufélags og átti að mestu heima í Kh., til þess er hann varð bankastjóri í 32 landsbankanum 5. sept. 1893, var vikið frá því starfi 22. nóv. 1909, en honum voru síðan ákveðin eftirlaun af alþingi til æviloka. Var atorkumaður mikill!) Fekk t. d. útlendan verkfræðing til þess að koma upp Ölfusárbrú, örvaði mjög þilskipaútgerð í Rv. o.m.fl. Var forseti þjóðvinafélags 1880–1911 og 1914–17. Stofnaði dýraverndunarfélagið í Rv. og var formaður þess til æviloka; gaf því allar eigur sínar eftir sig. Var þm. N.-Þing. 1869, 1. þm. Sunnmyýl. 1875–85, 1. þm. Árn. 1894–9, þm. Reykv. 1901–'. Varð r. af dbr. og dbrm., komm? og komm!', hlaut og verðlaunapening „Ærulaun iðni og hygginda“ og hina dönsku „Fortjenstmedalje i Guld“. Ritstörf: Athugasemdir... við skýrslu landsbankarannsóknanefndar, Rv. 1910, Endurminningar, Rv. 1918; ýmsar greinir í Almanaki þjóðvinafélags og blöðum. Ritstjóri að Dýravini.

Kona (30. júní 1859): Halldóra (d. 7. mars 1875) Þorsteinsdóttir prests að Hálsi í Fnjóskadal, Pálssonar; þau bl. (Sunnanfari I; Samvinnan, 23. árg.; Ægir, 10. og 27. árg.; Andvari XLIII; sjá og Endurminningar Tr. G., Rv. 1918, sem víða eru þó varhugaverðar; o.m. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.