Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Þorsteinsson

(– 1622)

Prestur.

Foreldrar: Þorsteinn Sighvatsson í Höfn í Melasveit og f. k. hans Ásta Eiríksdóttir prests í Reykholti, Jónssonar. Er orðinn prestur eigi síðar en 1584, þá líklega í Dýrafjarðarþingum, fekk Gilsbakka 1588 og hélt til æviloka, gegndi jafnframt prestsverkum að Húsafelli árin 1602–5 og 1615–17.

Kona: Margrét yngri Aradóttir á Fitjum, Ólafssonar.

Börn þeirra: Þorkell, Guðmundur, Þorsteinn, Sesselja átti síra Jón yngra Böðvarsson í Reykholti, Guðrún átti Grím Einarsson á Strönd í Selvogi, Ásta átti Benedikt Þorvaldsson á Víðimýri, Valgerður (HÞ: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.