Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Þorsteinsson

(um 1507 – 1561 eða lengur)

. Lögréttumaður, lögsagnari. Foreldrar: Þorsteinn Finnbogason (lögmanns, Jónssonar) og kona hans Cecilía Torfadóttir sýslumanns í Klofa, Jónssonar. Kemur við bréf 1522–61. Bjó fyrst í Múlaþingi og var hreppstjóri, lögréttumaður og lögsagnari Hjálms sýslumanns Einarssonar í Múlaþingi 1552; virðist hafa haldið Skriðuklaustur 1541. Bjó síðar á Stóru-Laugum í Reykjadal. Kona (24. okt. 1553): Guðný Magnúsdóttir á Espihóli, Brynjólfssonar (Magnússonar, Benediktssonar auðga, Brynjólfssonar ríka á Ökrum).

Þau virðast ekki hafa átt börn, sem upp komust (Dipl. Ísl.; BB. Sýsl.; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.