Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Ísleifsson

(um 1693– í okt. 1735)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ísleifur Þorleifsson á 26 Eyri og kona hans Sigríður Jónsdóttir prests á Stað í Súgandafirði, Torfasonar. Mun að nokkuru leyti hafa alizt upp hjá móðurföður sínum. Lærði í Skálholtsskóla, stúdent í apríl 1712, vígðist 13. okt. 1715 aðstoðarprestur móðurföður síns, fekk prestakallið 1720, eftir hann, og hélt til æviloka.

Kona: Guðrún (enn á lífi 1760) Eiríksdóttir.

Börn þeirra: Jónar 2, Sigurður, Torfi, Jósep d. að Staðarhúsum 1795, Guðrún átti síra Friðrik Guðmundsson að Borg, Elísabet átti Sigurð Jónsson á Kirkjubóli í Skutulsfirði, Ingibjörg, Helga, Sigríður, Páll (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.