Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Thorgrímsen

(8. júní 31 1790–4. júní 1822)

Lögfræðingur,

Foreldrar: Síra Guðmundur dómkirkjuprestur Þorgrímsson og kona hans Sigríður Halldórsdóttir prests í Hítardal, Finnssonar. Tók próf í dönskum lögum 1817, með 1. einkunn í báðum prófum. Var fyrst málflm. í Rv., síðar verzIunarstjóri í Hafnarfirði, andaðist í Rv.

Kona hans dönsk.

Sonur þeirra: Guðmundur verzlunarstjóri á Eyrarbakka (Tímar. bmf. 1882).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.