Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Sveinsson

(um 1760–18. febr. 1843)

Bóndi.

Foreldrar: Síra Sveinn Jónsson á Knappsstöðum og kona hans Hólmfríður Þorláksdóttir stúdents að Sjávarborg, Markússonar. Talinn vitur maður og margfróður. Ágætur skrifari.

Er talinn hafa verið um hríð hjá Jóni sýslumanni Jakobssyni að Espihóli. Bjó lengstum að Klúkum í Eyjafirði. Samdi ættartölur (sjá Lbs.), skrifaði um tímatal og veðráttu o. fl.

Kona 1: Guðríður Þorvaldsdóttir á Sökku.

Kona 2: Guðný Ólafsdóttir. Barnlaus með báðum konum sínum (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.