Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Snæbjarnarson

(– – 21. júní 1668)

Prestur. Foreldrar: Síra Snæbjörn Torfason á Kirkjubóli í Langadal og kona hans Þóra Jónsdóttir sýslumanns á Holtastöðum og Grund, Björnssonar. Varð prestur á Kirkjubóli í Langadal 1618 og hélt til æviloka.

Kona: Helga (enn á lífi 1675) Guðmundsdóttir prests á Staðastað, Einarssonar,

Börn þeirra: Snæbjörn lögréttumaður á Kirkjubóli, síra Einar á Stað á Reykjanesi, Páll sýslumaður að Núpi í Dýrafirði, Þorsteinn drukknaði í Blöndu 1659, Teitur Skálholtsráðsmaður, Ragnhildur átti launson með síra Snorra Jónssyni á Eyri og dó af þeim barnsförum, Ragnheiður átti Rögnvald sýslumann Sigmundsson í Fagradal, Margrét átti Bjarna Gunnlaugsson á Amgerðareyri (HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.