Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Sigvaldason

(um 1746–21. apr. 1785)

Djákn.

Foreldrar: Síra Sigvaldi Halldórsson að Húsafelli og kona hans Helga Torfadóttir prests á Reynivöllum, Halldórssonar.

Tekinn í Skálholtsskóla 1760, stúdent 1765, varð 1766 fyrst djákn á Staðastað, síðar á Breiðabólstað í Fljótshlíð, en síðast í Odda og andaðist þar, ókv. og bl. Virðist hafa verið hagmæltur (sjá Lbs. 52, fol.; HÞ).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.