Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Pálsson

(um 1689–1772)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Síra Páll Ámundason á Kolfreyjustað og kona hans Þórunn Guðmundsdóttir að Keldum, Torfasonar. Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 1709. Bjó lengstum að Stóra Sandfelli í Skriðdal. Fekk 30. ág. 1731 amtmannsveiting fyrir Hallormsstöðum, en Jón byskup Árnason neitaði honum um vígslu vegna þekkingarleysis, og mun Torfi ekki hafa sókt um prestakall eftir það. Þetta tiltæki Jóns byskups mun hafa dregið til þess, að sumir hótfyndnir menn kölluðu hann „heimska Torfa“, og var þó engin nýlunda, að Jón byskup synjaði mönnum um vígslu. Hann var vel efnum búinn.

Kona: Ólöf Einarsdóttir prests á Prestbakka á Síðu, Bjarnasonar.

Börn þeirra: Árni á Löndum í Stöðvarfirði, Ámundi drukknaði bl. í Þjórsá, Högni að Stóra Sandfelli, Páll að Hafursá ókv. og bl., Rannveig í Vík, Anna á Löndum, Guðlaug, og Kristín (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.