Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Pálsson

(23. maí 1673? –1712)

Prestur.

Foreldrar: Páll sýslumaður Torfason að Núpi í Dýrafirði og kona hans Gróa Markúsdóttir sýslumanns að Ási í Holtum, Snæbjarnarsonar, Lærði í Skálholtsskóla, fór utan 1694, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 6. nóv. s.á., tók guðfræðapróf 22. nóv. 1708, með 3. einkunn, en próf í predikun og framburði 22. nóv. 1709. Í heimildum er látið mjög af grískuþekkingu hans og talið, að hann hafi jafnvel orkt á grísku. Sagður nokkuð gjálífur. Hann sinnti allengi barnakennslu utanlands, en varð síðar skipsprestur í sjóliði Dana, andaðist í drepsótt, sem gekk í Kh. (HÞ. Guðöfr.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.