Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Magnússon

(24. jan. 1786 [1785, Bessastsk. og Vita] –17. mars 1863)

Prestur.

Foreldrar: Magnús Ólafsson í Heydal og kona hans Ingibjörg Aradóttir í Reykjarfirði, Jónssonar. Lærði fyrst hjá síra Guðlaugi Sveinssyni í Vatnsfirði, tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1803 og síðan í Bessastaðaskóla 1805, stúdent 2. maí 1808, með heldur góðum vitnisburði, vígðist 24. júní 1810 aðstoðarprestur síra Markúsar Eyjólfssonar á Söndum, fekk Stað á Snæfjallaströnd 19. ág. 1817, fluttist þangað vorið 1818, fekk Stað í Grunnavík 17. mars 1822, Kirkjubólsþing í Langadal 8. dec. 1840, fluttist þangað vorið 1841, sagði þar af sér prestskap 31. mars 1858, en sú uppsögn var ekki tekin gild. Bjó þar jafnan að Brekku og andaðist þar. Hann var vel gefinn og góðmenni, en drykkfelldur í meira lagi.

Kona 1 (23. sept. 1811): Margrét (f. 15. maí 1775, d. 29. ág. 1826) Markúsdóttir prests á Söndum, Eyjólfssonar.

Þau áttu ekki börn, sem lifðu.

Kona 2 (9. júlí 1827): Guðrún (f. um 1774, d. 17. dec. 1835) Þórðardóttir á Eyri í Ísafirði, Arasonar (þau systkinabörn), ekkja Ólafs hreppstjóra Jónssonar í Skálavík; þau bl.

Kona 3 (A7. júlí 1837): Rebekka (f. um 1793, d. 24. maí 1839) Eiríksdóttir að Dynjandi í Grunnavík, Árnasonar, ekkja Jóns Bjarnasonar í Nesi í Grunnavík; þau bl.

Kona 4 (29. ágúst 1840): Kristín (f. 29. sept. 1810, d. 28. nóv. 1867) Pálsdóttir frá Bjarneyjum, Guðmundssonar.

Börn þeirra (og er þó af sumum dregið í efa faðernið): Hildur fór utan, Ingibjörg átti fyrst Bjarna Brandsson í Svalvogum, síðan Bjarna Guðlaugsson frá Níp á Skarðsströnd, síðast Magnús Sigurðsson, Magnús fór utan, Svanfríður fór utan, Jóhanna Kristín Petrónella átti Steindór Þórðarson að Ballará (Bessastsk.; Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.