Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Jónsson, ríki

(– – um 1504)

Sýslumaður að Klofa.

Foreldrar: Jón sýslumaður Ólafsson að Klofa og kona hans Ingibjörg Eiríksdóttir að Skarði á Landi, Krákssonar. Hélt Dalasýslu 1497, fekk Rangárþing 1504, en hefir haft þá sýslu áður um tíma (vafasamt, að hann hafi haldið Árnesþing nokkurn tíma, sem þó er talið). Var skörungur mikill og yfirgangsmaður. Fór að Lénharði fógeta, og var Lénharður þá veginn.

Urðu stórfelldastar deilur með honum og Stefáni byskupi Jónssyni, og bætti ekkja Torfa eftir lát hans.

Kona: Helga Guðnadóttir sýslumanns á Kirkjubóli, Jónssonar.

Börn þeirra: Þorsteinn lögréttumaður í Hjörsey, Eiríkur að Klofa, Bjarni, Sesselja átti Þorstein sýslumann Finnbogason, Kristín átti Þorleif sýslumann Einarsson á Hofstöðum, Guðný átti Erlend Jónsson á Stóru Völlum, Jón, Katrín átti Ólaf Daðason í Bræðratungu, Ingibjörg á Leirubakka óg. og bl., Ingibjörg önnur átti Brand Guðmundsson að Leirá; sumir telja enn Þórarin og Höllu (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.; PEÓl. Mm.; Saga Ísl. IV).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.