Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Jónsson

(um 1646–?)

Sýslumaður í Flatey.

Foreldrar: Jón í Flatey Torfason prests í Hvammi í Hvammssveit, Finnssonar, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir sýslumanns í Haga, Jónssonar. Fekk suðurhluta Barðastrandarsýslu 1688 (mun hafa verið settur 1684), lét af 1700. Talinn óeirinn. Er á lífi 1703.

Kona 1: Ragnheiður (f. um 1639, á lífi 1703).

Börn þeirra: Jón, Guðríður átti síra Gunnar Pálsson í Stafholti.

Kona 2: Ingibjörg Brandsdóttir.

Börn þeirra: Arnfríður átti Jakob Hallgrímsson lögréttumanns að Svalbarði, Sigurðssonar, Brandur í Flatey (Manntal 1703; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.