Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Torfi Jónsson
(um 1623–3. apr. 1668)
Prestur.
Foreldrar: Síra Jón Böðvarsson í Reykholti og kona hans Sesselja Torfadóttir prests á Gilsbakka, Þorsteinssonar. Lærði í Skálholtsskóla, var tvívegis kirkjuprestur í Skálholti (hið síðara sinn 1662– 7), en þess í milli aðstoðarprestur föður síns og dvaldist um hríð í Reykholti eftir lát hans, fekk bráðabirgðaveiting fyrir Saurbæ á Hvalfjarðarströnd í maí 1667 og hafði hálfan staðinn til móts við síra Hallgrím Pétursson. 28 Var mjög vel látinn. Andaðist í Saurbæ, ókv. og bl. (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Jón Böðvarsson í Reykholti og kona hans Sesselja Torfadóttir prests á Gilsbakka, Þorsteinssonar. Lærði í Skálholtsskóla, var tvívegis kirkjuprestur í Skálholti (hið síðara sinn 1662– 7), en þess í milli aðstoðarprestur föður síns og dvaldist um hríð í Reykholti eftir lát hans, fekk bráðabirgðaveiting fyrir Saurbæ á Hvalfjarðarströnd í maí 1667 og hafði hálfan staðinn til móts við síra Hallgrím Pétursson. 28 Var mjög vel látinn. Andaðist í Saurbæ, ókv. og bl. (HÞ.; SGrBf.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.