Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Jónsson

(9. okt. 1617–20. júlí 1689)

Prestur.

Foreldrar: Jón lögréttumaður Gizurarson að Núpi, og kona hans Þóra Ólafsdóttir í Hjarðardal í Dýrafirði, Jónssonar (sýslumanns, Ólafssonar). Tekinn í Skálholtsskóla 1632, stúdent 1638, var um hríð (frá 1640) í þjónustu föðurbróður síns, Brynjólfs byskups Sveinssonar, fór utan 1642, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 9. dec. s. á., stundaði nám þar 4 ár og hefir vafalaust orðið attestatus, var 1 ár heyrari í Skálholti, en síðan 3 ár kirkjuprestur, fekk Rafnseyri 1649, tók við staðnum 24. maí 1649, en hefir bráðlega afsalað sér því prestakalli að beiðni Brynjólfs byskups, er vildi hafa hann hjá sér eða í grennd við sig. Fekk Gaulverjabæ frá 1662 til æviloka.

Vel gefinn og mikilsvirtur. Hefir samið merka ævisögu af.

Brynjólfi byskupi Sveinssyni (pr. í JH. Bps. II). Ýmislegt er og að græða á bréfum hans til Þormóðs Torfasonar og Ole Worms. Hann varð auðugur maður að örfum (einberni foreldra sinna, erfði föðurbræður sína, að nokkuru Magnús Gizurarson og að mestu Brynjólf byskup.

Kona (19. okt. 1651): Sigríður (f. um 1622, d. 1704) Halldórsdóttir lögmanns Ólafssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Jón á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Sveinn klausturhaldari að Munkaþverá, Ragnheiður átti Jón sýslumann yngra Sigurðsson í Einarsnesi, - Þóra átti síra Einar Einarsson í Görðum á Álptanesi, Þórunn átti síra Högna Ámundason að Eyvindarhólum, síra Halldór í Gaulverjabæ, Rannveig f. k. Vigfúsar sýslumanns Hannessonar, Katrín s.k. síra Árna Þorleifssonar í Arnarbæli (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.