Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Jónsson

(21. okt. 1771–10. jan. 1834)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Finnsson í Hruna og kona hans Vilborg Jónsdóttir prests á Gilsbakka, Jónssonar. F. í Hruna. Lærði fyrst hjá Gísla Einarssyni, síðar presti í Selárdal og Helga konrektor Sigurðssyni. Tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1786, stúdent 2. júní 1790, með góðum vitnisburði, fór utan 1792, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 8. nóv. s.á., með 1. einkunn, tók fyrra hluta 2. lærdómsprófs 1793, með 1. einkunn, en síðara hluta s. á. með 2. einkunn. Kom síðan aftur til landsins 1794, vígðist 17. jan. 1796 aðstoðarprestur föður síns, fekk prestakallið 15. sept. 1797, við uppgjöf hans, varð prófastur í Árnesþingi 1798, fekk Breiðabólstað í Fljótshlíð 4. mars 1818, fluttist þangað næsta vor og hélt til æviloka, settur prófastur í Rangárþingi 1824–6. Gáfumaður og vel að sér, ágætur ræðumaður, en raddmaður minni, skáldmæltur (sjá Lbs.), góðlyndur og brjóstgóður, enda mjög vel látinn.

Kona (22. júní 1797): Ragnhildur (d. 29. júní 1839) Guðmundsdóttir prests að Hrepphólum, Magnússonar.

Börn þeirra: Síra Guðmundur á Torfastöðum, síra Jón að Felli í Mýrdal, Markús trésmiður á Miðnesi, Vilborg átti fyrst laundóttur (dó 3 vikna) með Melkjör Eggertssyni prests, Bjarnasonar, giftist síðan Filippusi Jónssyni í Hvammi á Landi, Guðríður átti síra Þorstein Einarsson á Kálfafellsstað, síra Magnús að Eyvindarhólum, Guðni bl., Kristín (d. 9 ára), Ingibjörg bl., Kristín (önnur) bl., Steindór í Seli í 29 Grímsnesi, Helga bl. (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.