Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Jónsson

(16. öld)

Lögsagnari á Kirkjubóli í Langadal.

Foreldrar: Jón sýslumaður Ólafsson í Hjarðardal og kona hans Þóra Björnsdóttir sýslumanns, Guðnasonar. Var við og 27 f við lögsagnari í Ísafjarðarsýslu, var sýslumaður í norðurhluta hennar 1653 og líklega um 1585 (er það ár í dómi á alþingi, en eigi síðar).

Kona: Þorkatla Snæbjarnardóttir að Keldum, Halldórssonar auðga að Tungufelli, Brynjólfssonar.

Börn þeirra: Síra Snæbjörn á Kirkjubóli, Þóra f. k. Teits Halldórssonar í Gufudal, Ragnhildur átti Finn Jónsson í Flatey, Þorkatla átti Jón Sigurðsson í Kristnesi, Guðbjörg átti Sigurð Markússon í Héraðsdal, Jón.

Ætt frá Torfa er nefnd Kirkjubólsætt (Alþb. Ísl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.