Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Jónsson

(16. öld)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Finnbogason á Grenjaðarstöðum, síðar príor á Möðruvöllum, og Rannveig Jónsdóttir. Kemur fyrst við skjöl 1532, hefir lifað fram um 1566 og hélt Saurbæ í Eyjafirði. Fylgikona hans er talin Þórunn ríka Jónsdóttir, er fyrst hafi fylgt Ara lögmanni Jónssyni, síðar síra Torfa, síðast síra Halldóri Benediktssyni, og hafi hann átt barn eða börn við henni. En honum hefir og fylgt Agnes Jónsdóttir (sýslumanns Ásgrímssonar).

Börn hans eru talin: Málmfríður milda átti síra Björn Gíslason í Saurbæ, Geirdís f. k. síra Odds Þorsteinssonar í Tröllatungu, Arnfríður átti fyrst launbarn með síra Oddi mági sínum (og varð um það þungt mál), en giftist síðar Halli skáldi Magnússyni, (Pétur, Einar, Játgeir, Finnbogi?) (Dipl. Isl.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.