Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Hannesson

(23. maí 1670–8. febr. 1728)

Prestur.

Foreldrar: Síra Hannes Björnsson í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og kona hans Steinunn Jónsdóttir prests í Reykholti, Böðvarssonar. Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 1689, vígðist 2. júlí 1692 aðstoðarprestur föður síns, fekk prestakallið 1705, við lát hans, og hélt til æviloka, drukknaði í Leirá.

Kona (1699): Elín (f. 1665, d. 1737) Jónsdóttir prests að Staðarhrauni, Guðmundssonar.

Dætur þeirra: Þorlaug átti Sigurð Sigurðsson að Miðfelli á Hvalfjarðarströnd, Helga átti fyrr Guðmund Stefánsson í Bæ í Borgarfirði, síðar Gísla lögréttumann Ólafsson sst. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.