Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Halldórsson

(14. febr. 1823–27. sept. 1906)

Kaupmaður á Flateyri.

Foreldrar: Halldór í Arnarnesi í Dýrafirði Torfason að Brekku þar (Mála-Snæbjarnarsonar) og kona hans Svanfríður Jónsdóttir á Fjallaskaga, Gunnarssonar. Varð snemma sjómaður og formaður. Tók stýrimannapróf í Danmörku 1851. Var síðan skipstjóri á Ísafirði í 11 ár. Fluttist þá að Eyri í Önundarfirði.

Varð síðan veræzlunarstjóri á Flateyri. Kenndi stýrimannafræði. Hafði stórbú og útgerð mikla. Atorkumaður mesti.

Kona (1859): María Júlíana (f. 1840, d. 1915) Özurardóttir í Bæ í Súgandafirði, Magnússonar.

Börn þeirra: Páll framkvæmdastjóri í Kh., Halldór læknir, Kristján útgerðarmaður, Ásgeir skipstjóri, Guðrún s. k, síra Jóhanns Lúthers Sveinbjarnarsonar, Sigríður Elín átti Pétur Sigurðsson (Minningarrit stýrimsk., Rv. 1941; Br: oxf15)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.