Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Halldórsson

(13. mars 1670–1747)

Prestur.

Foreldrar: Síra Halldór Jónsson í Reykholti og kona hans Hólmfríður Hannesdóttir. Vígðist vorið 1699 (líkl. 11. apríl) að Reynivöllum og hélt til æviloka, en mun lengstum hafa búið að Vindási og þar andaðist hann. Varð prófastur í Kjalarnesþingi 1708, lét af þeim störfum 1738. Í skýrslum Harboes fær hann ekki góðan vitnisburð um háttsemi sína.

Kona 1: Sigríður Pálsdóttir prests á Gilsbakka, Gunnarssonar.

Börn þeirra: Síra Einar á Reynivöllum, Helga átti síra Sigvalda Halldórsson að Húsafelli, Halldór skólagenginn.

Kona 2 (konungsleyfi vegna þremenningsmægða 29. apr. 1718): Guðríður (f, um 1668, d. 1736) Jónsdóttir prests í Belgsdal, Loptssonar; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.