Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Finnsson

(– – 22. júní 1637)

Prestur.

Foreldrar: Finnur Jónsson í Flatey og kona hans Ragnhildur Torfadóttir sýslumanns á Kirkjubóli í Langadal, Jónssonar. Hann hefir verið skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 1605, því að Garðvist fekk hann þar 23. dec. s. á. Hann varð, er hann kom til landsins aftur, heyrari í Skálholtsskóla og síðan rektor þar í 5–6 ár, tók við Hvammi í Hvammssveit í fardögum 1620, hefir vígzt síðar um sumarið og hélt prestakallið til æviloka. Hann þókti mikill lærdómsmaður og góður 25 kennari.

Kona: Guðríður (d. 1667) Jónsdóttir sýslumanns á Holtastöðum og Grund, Björnssonar.

Börn þeirra: Jón í Flatey, Guðrún átti Bjarna sýslumann að Staðarhóli Pétursson (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.