Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Erlendsson

(1598–25. ág. 1665)

Sýslumaður.

Foreldrar: Erlendur sýslumaður Magnússon að Skriðuklaustri og s. k. hans Þórdís Hinriksdóttir læknis og sýslumanns Gerkens. Setti fyrst bú að Svignaskarði, fluttist í Engey 1634, en skömmu síðar (1636) að Stafnesi og hafði annað bú í Þorkelsgerði (Torfabæ) í Selvogi, varð lögréttumaður 1635, umboðsmaður Bessastaðafógeta t.d. 1638 og sinnti ýmsum störfum fyrir þá, fekk 1642 umboð konungsjarða í Borgarfirði, fekk hálfa Árnessýslu 1647, en alla 1651, hafði haft Vestmannaeyjar frá 1649. Hann var hinn mesti hörkumaður, fégjarn og óvinsæll, talinn illa að sér í lögum.

Var dæmdur frá embætti 1660 með lögmannsdómi og í sektir miklar til konungs fyrir illmælgi, en fekk aftur sýsluna með konungsleyfi 27. mars 1662, að atbeina Þormóðar, sonar síns, og hélt til æviloka.

Hafði flutzt að öllu að Þorkelsgerði 1656, og þar andaðist hann.

Kona (1626): Þórdís (d. 10. júní 1669, 67 ára) Bergsveinsdóttir prests að Útskálum, Einarssonar, ekkja Sigurðar Árnasonar (á Grýtubakka, Magnússonar).

Börn þeirra Torfa: Síra Sigurður á Melum, Þormóður sagnaritari, Guðrún átti Markús Bjarnason á Stokkseyri, Ása átti síra Helga Jónsson á Melum (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.