Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Einarsson

(25. dec.1812–21. dec. 1877)

Bóndi.

Foreldrar: Einar dbrm. Jónsson í Kollafjarðarnesi og kona hans Þórdís Guðmundsdóttir smiðs í Seljum, Torfasonar. Bjó að Kleifum á Selströnd 1835–T7.

Búhöldur mikill, eðlisvitur og mikilmenni um alla hluti. Þm. Strandam. 1867– 77.

Kona (12. ág. 1838): Anna Einarsdóttir í Fagranesi í Reykjadal, Einarssonar. Dætur þeirra: Sofía átti Einar smið Einarsson á Bólstað, Guðbjörg átti fyrr síra Guðmund Gísla skáld Sigurðsson í Gufudal, síðar Eymund Guðbrandsson í Bæ á Selströnd (Blanda TI; Alþingismannatal; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.