Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Eggertsson

(2. maí 1809–8. ágúst 1836)

Stúdent.

Foreldrar: Síra Eggert Jónsson í Skarðsþingum og kona hans Guðrún Magnúsdóttir sýslumanns í Búðardal, Ketilssonar. Lærði hjá síra Helga síðar byskupi Thordersen, stúdent frá honum með geysimiklu lofi 7. maí 1830, fór utan s. á., lauk aðgönguprófi í háskólanum í Kh. 1831 og 2. lærdómsprófi 1832, báðum með 1. einkunn.

Kom til landsins snöggvast 1833, var þá orðinn brjóstveikur, fór utan aftur s. á., fekk þá hálskirtlabólgu og mislinga og lá í spítala í Kh. frá því í nóv. 24 1834 til æviloka. Hann var talinn ágætt mannsefni, vel að sér og skáldmæltur (sjá Lbs.), var manna gervilegastur, skartmaður mikill, ástsæll af öllum (Lbs. 48, fol.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.