Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Bjarnason

(– –um 1646)

Prestur.

Foreldrar: Bjarni á Kirkjubóli Jónsson (sýslumanns í Hjarðardal, Ólafssonar) og kona hans Guðrún Jónsdóttir í Flatey, Björnssonar, Er orðinn prestur í Rauðasandsþingum (Sauðlauksdal) eigi síðar en 1617, fekk 22 Stað í Grunnavík 1630 og hélt til æviloka.

Kona: Margrét Bjarnadóttir prests í Selárdal, Halldórssonar; þau bl. Hún varð síðan f.k. Sigurðar Gíslasonar á Stað í Grunnavík. Launsonur síra Torfa, meðan hann var í skóla eða eftir að hann var nýorðinn stúdent (með Ingibjörgu Einarsdóttur, mágkonu síra Gottskálks Oddssonar í Miðdal): Einar að Felli í Byskupstungum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.