Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Bjarnason

(um 1672–1754)

Prestur.

Foreldrar: Bjarni Gunnlaugsson á Arngerðareyri og kona hans Margrét Torfadóttir prests á Kirkjubóli í Langadal, Snæbjörnssonar. Tekinn í Skálholtsskóla líkl. 1689, stúdent 1696, fekk Kirkjuból í Langadal 1697, bjó þar að Brekku, síðar á Kirkjubóli, fekk Stað á Snæfjallaströnd 1713, lét þar af prestskap 1739, var síðan á Arngerðareyri. Mun hafa þókt hirðulítill í prestskap.

Kona 1: Þuríður Eyjólfsdóttir lögréttumanns að Hópi í Grindavík, Jónssonar. Synir þeirra: Magnús, Gunnlaugur.

Kona 2: Guðrún Þórðardóttir að Sellátrum, Jónssonar.

Börn þeirra: Bjarni á Arngerðareyri, Guðný átti Þórð Pálsson á Nauteyri, Þórunn átti Steindór Jónsson frá Kirkjubóli í Langadal, Helga átti launson, giftist Páli Björnssyni, Jón í Reykjarfirði, Þórður í Hnífsdal, var atgervismaður, lenti í þjófnaðarmáli, dæmdur á Brimarhólm, strauk þaðan og varð hermaður í Prússlandi, Sigríður óg. og bl. (HÞ.: SGrBI) Torfi Bjarnason (um 1710– í apríl 1739). Prestur,

Foreldrar: Bjarni sýslumaður Pétursson hinn ríki að Skarði og kona hans Elín Þorsteinsdóttir að Skarði, Þórðarsonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1727, stúdent 1732, fór utan 1733, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 28. nóv. s. á., tók ekki guðfræðapróf, en fekk 27. maí 1735 vottorð hjá einum háskólakennaranna, og er af því að ráða, að hann hafi þá farið heim til landsins vegna veikinda. Var um tíma í þjónustu Lafrentz amtmanns. Fekk Nesþing sumarið 1738, vígðist 9. nóv. s. á., en lifði skamma stund eftir það, ókv. og bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.