Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Bjarnason

(28. ág. 1838–24. júní 1915)

Skólastjóri. 23

Foreldrar: Bjarni í Bessatungu Bjarnason að Hrafnabjörgum, Tjörfasonar, og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir að Tindum á Skarðsströnd, Guðmundssonar, Var 5 misseri í Skotlandi að nema jarðyrkju (skrifaði þaðan „Bréf“ í Nýjum félagsritum 1867; s. á. pr. eftir hann verðlaunaritgerð um manndauða í „Tveim ritgerðum“).

Setti bú að Varmalæk í Borgarfirði 1868, en í Ólafsdal 1871 og bjó þar til æviloka. Fór síðan tvívegis til Bretlands og í fyrra sinn allt til Nebraska í Bandaríkjum, til að huga að landkostum. Vann afreksverk í lagfæringu ljáanna. Stofnaði skóla í Ólafsdal og hélt honum uppi með styrk, þangað til bændaskólar voru settir upp.

Stofnaði 1885 verzlunarfélag Dalamanna og jafnframt 1899 kaupfélag Saurbæinga og var forstöðumaður þeirra. Setti 1899 upp tóvinnuvélar í Ólafsdal. Smíðaði fjölda jarðyrkjuverkfæra og framkvæmdamaður hinn mesti í búskap. Ritgerðir eftir hann eru í Búnaðarriti og Andvara, kennslubækur í handriti í Lbs., pr. eru skýrslur um skóla hans.

Kona (1867). Guðlaug Zakaríasdóttir frá Heydalsá.

Börn þeirra, sem upp komust: Ingibjörg skólastjóri kvennaskóla á Akureyri, óg., Ástríður átti Ellert tóvinnuvélastjóra Jóhannesson, Ásgeir efnafræðingur í Reykjavík, Þórdís óg., Sigríður óg., Ragnheiður átti Hjört skólastjóra og alþm. í Arnarholti Snorrason, Áslaug átti Hjálmar Jónsson á Halldórsstöðum í Laxárdal í Þingeyjarsýslu, Karl stúdent (Sunnanfari IX; Óðinn VIII; Andvari, 49. árg.; Alm. Ólafs Þorg. 1914: Samvinnan, 21. árg.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.