Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Bjarnason

(17. öld)

Námsmaður.

Foreldrar: Bjarni sýslumaður Pétursson að Staðarhóli og kona hans Guðrún Torfadóttir prests í Hvammi í Hvammssveit, Finnssonar. Svo er talið í góðri heimild (PVíd. Recensus), að hann hafi lært latínu og jafnvel grísku og hebresku tilsagnarlaust, en vitnað í þýðing hans á hebresku á 3 kapítulum Jóhannesarguðspjalls. Talinn hafa andazt ungur að námi hjá föður sínum, og hefir hann því líklega ekki orðið stúdent, verið f. skömmu fyrir 1650 (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.