Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Bergsson

(um 1655–2. febr. 1720)

Prestur.

Foreldrar: Bergur lögréttumaður að Hafursá Einarsson (prests á Valþjófsstöðum, Þorvarðssonar) og kona hans Arndís Torfadóttir bónda að Hafursá, Einarssonar. Lærði í Skálholtsskóla. Vígðist 21. apr. 1689 aðstoðarprestur síra Árna Sigurðssonar á Skorrastöðum og skyldi jafnframt þjóna Mjóafirði, fekk Skorrastaði að veitingu 13. nóv. 1689 og hélt til æviloka, drukknaði í embættisferð. Samt mun síra Árni Sigurðsson eigi að fullu hafa sleppt staðarforráðum um daga síra Torfa.

Kona: Guðrún (f. um 1670) Árnadóttir prests á Skorrastöðum, Sigurðssonar.

Börn þeirra eru talin upp í manntalinu 1703 á Skorrastöðum, en þar bjó síra Torfi (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.