Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfi Arason

(– – 1459)

Hirðstjóri, riddari.

Foreldrar: Ari lögréttumaður Daðason í Snóksdal og kona hans Guðríður Ásbjarnardóttir. Var í þjónustu Kristjáns konungs fyrsta um hríð. Fekk hirðstjórn norðan og vestan um 1450 og hélt 21 a.m.k. til 1457. Hafði og Vestmannaeyjar um eða laust fyrir 1450. Bjó á Ökrum í Blönduhlíð. Andaðist utanlands.

Kona: Kristín Þorsteinsdóttir lögmanns, Ólafssonar, ekkja Helga lögmanns Guðnasonar. Dætur þeirra Torfa: Málmfríður átti Finnboga lögmann Jónsson, Guðrún fylgdi síra Einari Benediktssyni, er síðar varð ábóti að Munkaþverá (Dipl. Isl.; Isl. Ann.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.