Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Torfhildur Hólm

(2. febr. 1845–14. nóv. 1918)

Skáld.

Foreldrar: Síra Þorsteinn Einarsson á Kálfafellsstað og kona hans Guðríður Torfadóttir prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Jónssonar. Frá 17–21 árs aldri var hún í Reykjavík að ýmsu námi og síðan í Kh. Eftir að heim kom, hóf hún að segja til ungum stúlkum. Var 1 ár í Hólanesi, síðan 1 ár á Höskuldsstöðum, 13 ár í Vesturheimi og nam þar málaraíþrótt. Eftir að hún komst á efri ár fekk hún ritstyrk frá alþingi og hélt til æviloka. Ritstörf: Brynjólfur Sveinsson, Rv. 1886; (endurpr. 1912); Sögur og ævintýri, Rv. 1884; Kjartan og Guðrún, Rv. 1886; Smásögur handa börnum og unglingum, Rv. 1886; Högni og Ingibjörg, Rv. 1889; Elding, Rv. 1889; Barnasögur, Rv. 1889 (2. pr. Rv. 1915); Tíbrá I-II, Rv. 1892–3. Ritstjóri: Draupnir, Rv. 1891–1908; Dvöl, Rv. 1901–17. Maður (1874): Jakob verzlunarstjóri Holm (d. 1875) í Hólanesi; þau bl. (Óðinn III).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.