Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Tindur Hallkelsson, skáld

(10. og 11. öld, enn á lífi 1015)

Bjó síðast á Hallkelsstöðum í Hvítársíðu.

Foreldrar: Hallkell Hrosskelsson (sjá þar) kona hans Þuríður dilla Gunnlaugsdóttir ormstungu eldra. Bróðir: Illugi svarti.

Börn Tinds voru: Jóreiður átti Þorkel Sigmundsson, Ketilssonar þistils, Þorvaldur (faðir Illuga, föður Gísls, sjá þar), Hallveig átti Þóri Halldórsson, Þorleifssonar (Landn.; Vígasts.). Eftir hann er drápa um Hákon jarl og 2 erindi önnur (Heimskr.; Jómsvs.; Vígasts.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.