Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Thor (Philip Axel) Jensen

(3. dec. 1863–12. sept. 1947)

.

Kaupmaður, útgerðarmaður, bóndi. Foreldrar: Jens Chr. Jensen húsasmíðameistari í Kh. og kona hans Andrea Louise, f. Martens.

Kom til Íslands 5. júní 1878 til verzlunarnáms á Borðeyri; síðan bókari þar um hríð.

Verzlunarstjóri og kaupmaður í Borgarnesi 1886–94; rak jafnframt stórbú í Einarsnesi og á Ánabrekku. Kaupmaður og útgerðarmaður á Akranesi 1894 –99; verzlaði þá einnig á fleiri höfnum á sumrum. Kaupmaður í Hafnarfirði 1899– 1901. Fluttist þá til Rv. og hóf að reka þar mikla verzlun, „Godthaab“, og einnig mikla þilskipaútgerð.

Einn af stofnendum fiskveiðahlutafélagsins Alliance 1905 og framkv.stjóri þess til 1910; stofnandi h.f. Draupnis 1912, er togarinn „Snorri goði“ var keyptur; framkv.stjóri þess félags. Stofnaði sama ár ásamt sonum sínum fiskveiðahlutafélagið „Kveldúlfur“ og var framkv.stjóri þess til 1918 og aftur 1921–22; fyrsti togari þess félags var „Skallagrímur“. Einn af stofnendum og eigendum h.f. P.J. Thorsteinsson & Co. („,Milljónafélagsins“) 1907, er rak verzlun og útgerð og keypti Viðey; náði starfsemi þess félags til margra staða á Suður- og Vesturlandi; var hann framkv.stjóri þessa félags til 1913.

Vann að stofnun Eimskipafélags Íslands og var formaður bráðabirgðastjórnar þess. Bæjarfulltrúi í Rv. 1916–22. Var í samninganefnd við Breta 1917.

Formaður útflutningsnefndar 1918–21; lét af stjórn Kveldúlfs á meðan. Einn af stofnendum Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda 1916 og formaður þess fyrstu árin. Rak lengi búskap í nágrenni Rv., fyrst á Seltjarnarnesi, en keypti síðar fjórar jarðir í Mosfellssveit; bú hans á Korpólfsstöðum var hið stærsta hér á landi á seinni öldum. Rak einnig um hríð búskap í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi.

Dvaldist síðustu árin á eignarjörð sinni Lágafelli í Mosfellssveit. Gaf oftsinnis stórgjafir.

Stkr. fálk, Komm. af dbr.

Kona (21, maí 1886): Margrét Þorbjörg (d. 14. okt. 1945, 78 ára) Kristjánsdóttir í Hraunhöfn í Staðarsveit, Sigurðssonar. Börn þeirra (synir þeirra tóku sér ættarnafnið Thors): Kamilla átti Guðmund 7. lækni Hallgrímsson, Richard forstjóri, Kjartan forstjóri, Ólafur ráðherra, Haukur forstjóri, Kristín átti Guðmund forstjóra Vilhjálmsson, Kristjana átti Gunnar Malström í Svíþjóð, Thor sendiherra í Washington, Margrét Þorbjörg átti Hallgrím Fr. forstjóra Hallgrímsson í Rv., Lorenz bústjóri, Hilmar lögfræðingur (Br7.; Óðinn XXX).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.