Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Theódór Jónsson

(16. maí 1866 – 8. okt. 1949)

. Prestur.

Foreldrar: Síra Jón (d. 13. júní 1885, 58 ára) Þórðarson á Auðkúlu og kona hans Sigríður (d. 23. mars 1916, 86 ára) Eiríksdóttir sýslumanns í Kollabæ, Sverrissonar. Stúdent í Rv. 1886 með 2. eink. (70 st.). Lauk prófi í prestaskóla 24. ág. 1888 með 2. eink. betri (39 st.). Var við barnakennslu tvo næstu vetur. Veitt Bægisá 12. júní 1890; vígður 29. s.m. Fekk lausn frá embætti frá 1. júní 1941. Kona (28. apr. 1898): Jóhanna Valgerður (f, 26. júní 1873) Gunnarsdóttir prests á Svalbarði og Ljósavatni, Gunnarssonar. Dætur þeirra: Valgerður Sigríður, Sigríður Valgerður, Halldóra Hólmfríður Kristjana (BjM. Guðfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.