Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Theódór Friðriksson

(27. apr. 1876 – 8. apr. 1948)

. Rithöfundur, Foreldrar: Friðrik (d. 24. maí 1910, 63 ára) Jónsson í Nýjabæ í Flatey á Skjálfanda og víðar og kona hans Sesselja (d. 12. febr. 1910, 62 ára) Elíasdóttir í Vík á Flateyjardal, Jónssonar. Stundaði sjómennsku, búskap og daglaunastörf. Átti heima í Rv. hin síðari ár; naut þá skáldastyrks.

Ritstörf: Utan frá sjó, smásögur, Ak. 1908; Dagrúnir, tvær sögur (dulnefni: Valur), Rv. 1915; Brot, Rv. 1916; Útlagar, Rv. 1922; Líf og blóð, Ak. 1928; Hákarlalegur og hákarlamenn, Rv. 1933; Lokadagur I, 1926; II, 1936; í verum (ævisaga hans sjálfs), Rv. 1941; Ofan jarðar og neðan, Rv.1944; Tvær sögur, Rv. 1945; Jón skósmiður (skáldsaga), Rv. 1946. Kona (2. jan. 1898): Sigurlaug (f. 17. febr. 1871) Jónasdóttir í Hróarsdal, Jónssonar; þau skildu.

Börn þeirra: Anna Jórunn átti Zophonías Jónsson, Sesselja dó óg., Kristján, Hjálmar, Elísabet átti Rögnvald múrarameistara Bjarnason, Þorbjörg (dáin) átti Theódór E. Jónsson (Br7.; í verum; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.