Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Theódór Arnbjarnarson

(1. apr. 1888–5. jan. 1939)

Ráðunautur.

Foreldrar: Arnbjörn hreppstjóri Bjarnason að Ósi stóra í Miðfirði og bústýra hans Sólrún Árnadóttir að Geitafelli, Sigurðssonar. Búfr. úr Hólaskóla 1913. Verkstj. að Hólum 1915–17. Bjó að Lambanesreykjum í Fljótum 1917–19.

Var í landbúnaðarháskólanum í Kh. 1919–20. Ráðunautur bf. Ísl. 1920 og síðan, féhirðir þar frá 1932. Mjög vel gefinn maður, fróður og ritfær, Rit: Hestar, Rv. 1931; Járningar, Rv. 1938; Sagnir úr Húnavatnsþingi, Rv. 1941. Greinir í Búnaðarriti og víðar.

Kona: Ingibjörg Jakobsdóttir á Illugastöðum á Vatnsnesi (Bjarnasonar); hafði áður átt Ketil Bergsson. Þau Theódór bl. (Freyr 1939; Búnaðarrit 1939; Bs 20f15).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.