Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Theódór (Sveinbjörn Th.) Jakobsson

(26. mars 1890– 19. júní 1942)

. Skipamiðlari. Foreldrar: Jakob (d. 17. mars 1931, 13 ára) Björnsson bókari á Akureyri, síðar kaupmaður á Svalbarðseyri, og kona hans Sigríður (d. 24. sept. 1943, 70 ára) Sveinsdóttir kaupmanns á Búðum á Snæfellsnesi, Guðmundssonar, Stúdent í Rv. 1909 með 1. eink. (103st.). Las heimspeki við háskólann í Kh. í nær 2 ár, en hvarf þá heim og gerðist verzlm. á Akureyri. Framkv.stjóri firmans Kol og Salt í Rv. 1920–24. Vann því næst að skipamiðlun og rak síðar sjálfur fyrirtæki í þeirri grein.

Hafði og á hendi kennslu við verzlunarskólann í Rv. um 18 ár. Átti heima í Rv. til æviloka.

Var vel að sér í bókmenntum, ljóðelskur og nokkuð skáldmæltur, en fór dult með. Kona (í ág. 1920): Kristín (d. 9. sept. 1940, 42 ára) Pálsdóttir hæstaréttardómara, Einarssonar.

Börn þeirra: Sigríður átti Þórarin lækni Guðnason, Helga átti Albert Hansson í Rv., Kristín Soffía skrifstofumær, Björn flugvélavirki, Þórunn átti Baldur rafvirkja Jónsson, Páll stúdent við eðlisfræðinám, Steinunn (B.J.: Íslenzkir Hafnarstúdentar; o.fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.