Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Theódór (Jess 7.) Jensen

(16. sept. 1870–31. okt. 1945)

.

Stúdent, skrifari. Foreldrar: Jakob Christian Jensen verzIm. á Akureyri og kona hans Nielsine Sophie, dóttir Joh. Gottfr. Havsteens kaupmanns á Akureyri. Stúdent í Rv. 1890 með 1. eink. (85 st.). Las lögfræði í nokkur ár við háskólann í Kh., en lauk eigi prófi. Varð bókari hjá verzlun Gránufélagsins á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 1897; verzlunarmaður á Svalbarðseyri við Eyjafjörð 1900–06; fluttist þá til Rv. og átti þar heima til æviloka; gegndi þar ýmsum skrifstofustörfum í mörg ár. Ókv. og bl. (B.7.: Ísl. Hafnarstúdentar).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.