Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Theódór (Hans Th.) Thorstensen

(22. sept. 1832–9. júní 1860)

Stúdent.

Foreldrar: Jón landlæknir Thorstensen og kona 11 hans Elín Stefánsdóttir amtmanns Stephensens. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1846, stúdent 1851, með 2. einkunn (75 st.). Tók aðgöngupróf í háskólann í Kh. 1851 og 2. lærdómspróf 1852, hvort tveggja með 2. einkunn. Var þar um hríð að laganámi, en andaðist úr taugaveiki og var þá að námi í prestaskólanum í Rv.

Ókv. og bl. (Skýrslur; Bened. Gröndal: Dægradvöl).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.