Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Theodór (Eggert Th.) Jónassen
(9. ágúst 1838–29. sept. 1891)
Amtmaður. Foreldrar:: Þórður dómstjóri Jónasson og kona hans Sofía, dóttir Rasmusar verzlm. Lynges á Akureyri. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1852, stúdent 1858, með 1. einkunn (88 st.). Tók lögfræðapróf í háskólanum í Kh. 15. jan. 1867, með 2. einkunn (103 st.).
Vann síðan um tíma í skrifstofu land- og bæjarfógeta, var því næst settur sýslumaður í Borgarfjarðarsýslu, síðan í Mýraog Hnappadalssýslu, og er þær sýslur voru aðgreindar (4. mars 1871), fekk hann Mýrasýslu 22. maí 1871, og var Borgarfjarðarsýsla sameinuð henni 11. okt. s. á. Bjó þar í Hjarðarholti.
Varð bæjarfógeti í Rv. 16. sept. 1878, amtmaður í Suður- og Vesturamti 13. apr. 1886 og hélt til æviloka. R. af dbr. 24. febr. 1887. Kkj. alþm. 1887–91.
Kona 1: Elín (d. 5. apr. 1878) Magnúsdóttir sýslumanns Stephensens í Vatnsdal.
Kona 2: Karólína, dóttir Edvarðs kaupmanns Siemsens í Rv. Var bl. með báðum konum sínum (Sunnanfari I; BB. Sýsl.; Tímarit bmf. 1882; KIlJ. Lögfr.).
Amtmaður. Foreldrar:: Þórður dómstjóri Jónasson og kona hans Sofía, dóttir Rasmusar verzlm. Lynges á Akureyri. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1852, stúdent 1858, með 1. einkunn (88 st.). Tók lögfræðapróf í háskólanum í Kh. 15. jan. 1867, með 2. einkunn (103 st.).
Vann síðan um tíma í skrifstofu land- og bæjarfógeta, var því næst settur sýslumaður í Borgarfjarðarsýslu, síðan í Mýraog Hnappadalssýslu, og er þær sýslur voru aðgreindar (4. mars 1871), fekk hann Mýrasýslu 22. maí 1871, og var Borgarfjarðarsýsla sameinuð henni 11. okt. s. á. Bjó þar í Hjarðarholti.
Varð bæjarfógeti í Rv. 16. sept. 1878, amtmaður í Suður- og Vesturamti 13. apr. 1886 og hélt til æviloka. R. af dbr. 24. febr. 1887. Kkj. alþm. 1887–91.
Kona 1: Elín (d. 5. apr. 1878) Magnúsdóttir sýslumanns Stephensens í Vatnsdal.
Kona 2: Karólína, dóttir Edvarðs kaupmanns Siemsens í Rv. Var bl. með báðum konum sínum (Sunnanfari I; BB. Sýsl.; Tímarit bmf. 1882; KIlJ. Lögfr.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.