Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Teitur Þorleifsson, ríki

(– – líkl. 1540)

Lögmaður norðan og vestan 1522–5.

Foreldrar: Þorleifur Árnason (Þorleifssonar) og kona hans Kristín Teitsdóttir lögmanns ríka, Gunnlaugssonar. Hélt Húnavatnsþing frá því um 1513. Um 1517 hófust deilur með honum og Gottskálk byskupi Nikulássyni, og lét Teitur undan síga, síðan með Jóni byskupi Arasyni, og var það efni í rauninni runnið frá málum Jóns lögmanns Sigmundssonar. Varð þá Sveinsstaðareið 1521, og var Teitur særður í handlegg af bogskoti Gríms lögmanns Jónssonar. Kom svo, að Teitur var dæmdur útlægur og hálft fé hans konungi, en það keypti Hrafn Brandsson að konungi 1528 fyrir 300 Rínargyllini, settist í eignir Teits og hóf búskap í Glaumbæ, en þar hafði Teitur búið frá því um 1510–11. Hrökklaðist Teitur þá vestur að Hvammi í Hvammssveit, og tókst Ögmundi byskupi að rýja hann að því, sem hann átti í Skálholtsbyskupsdæmi, Bjarnaneseignir o. fl.

Kona: Inga Jónsdóttir, Erlingssonar; þau bl. (PEÓl. Mm.; Saga Ísl. IV; Dipl. Isl.; Safn II; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.